30 Dec

Hafsport styrkir björgunarsveitirnar.

Written By: admin Published In: ROOT Hits: 1489

.

Hafsport ehf hefur styrkt nokkrar björgunarsveitir á árinu sem er að líða, Hafsport áður Köfunarvörur hefur haft það að markmiði að styrkja valdar björgunarsveitir á hverju ári um öryggisbúnað sem Hafsport er að bjóða uppá. 

Þær björgunarsveitir sem við höfum styrkt á árinu eru Slysavarnaskóli sjómanna, Þyrlusveit Landhelgisgæslunar, Hjálpasveit Skáta í Kópavogi og nú síðsast Björgunarsveitin Ársæll.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Þorvaldur Hafberg afhendir Boga formanni bátaflokks Blueray og Manta MH3 SAR hjálma sem verða notaðir um borð í Stefni nýjasta bátnum hjá HSSK. Við vonum að búnaðurinn eigi eftir að nýtast þeim vel í nánustu framtíð og verða þeim að góðu gagni. 

Hafsport stefnir að því að halda áfram að styrkja 2 til 3 björgunarsveitir um búnað á hverju ári. 

Hafsport þakka það liðna og óskar ykkur velfarnaðar á komandi ári.