Viðgerðir á ýmsum búnaði
Hafsport þjónusta selur, gerir við og þjónustar loftpressur, þurrgalla, blautgalla og loftkúta. Standsetjum báta. Bjóðum einnig upp á loftgæðamælingar á öndunarlofti.
Viðgerðir
-
Gallaviðgerðir og þjónusta
Hafsport þjónusta gerir við og þjónustar þurrgalla sem og blautgalla hvort sem þeir séu ætlaðir til notkunar á yfirborði eða til köfunar.
Við skiptum um hálsmál, úlnliðsköff, sokka og rennilása. Lekaprófum og gerum við göt.
-
Björgunarvesti
Hafsport þjónusta er viðurkennt verkstæði til skoðunar á uppblásanlegum björgunarvestum bæði venjulegum og SOLAS vottuðum. Eigum til á lager og getum útvegað alla helstu íhluti.
-
Vöðluviðgerðir
Hafsport þjónusta tökum að okkur að gera við vöðlur hvort sem það eru efnis- eða neoprene vöðlur.
Köfunarkútar
-
Þrýstiprófun
Þrýstiprófum ál, stál og carbon háþrýstikúta stærðir 0,5 til 20L. Skoðum og mælum krana og skiptum um ef þörf er á.
-
Ryðhreinsun
Séu kútarnir tærðir að innan þá getum við ryðhreinsað þá að innan.
ATH. að ekki er hægt að ryðhreinsa carbon kúta. -
Loftfylling
Við fyllum loft á kúta allt að 320bar.
Við mælum loftgæði pressunar á 6 mánaða fresti samkvæmt reglugerðum og staðli EN12021-2014 og skiptum reglulega um loftsíur til að tryggja hámarks loftgæði.
Loftgæðamæling
Loftgæðamælingar fyrir reykköfun og köfunarkúta. Verð miðast við eina mælingu á einni loftpressu hvort heldur sem mælitækið er tengt við pressuna eða tekið af kút á stór höfuðborgarsvæðinu. Við lok mælingu er gefið út loftgæðavottorð sem viðkomandi hefur til sýnis við eða á loftpressuni. Sé óskað eftir mælingu utan höfuðborgarsvæðisins þá bjóðum við uppá að senda til viðkomandi prufukút og þá bætist við verðið sendingarkostnaður. Einnig getur viðkomandi komið með kút til okkar til mælinga en þó mælum við með að hafa samband til að fá leiðbeiningar hvernig standa skal að sýnatöku. Samkvæmt reglugerð skal loftpressa ætluð til reykköfunar vera prófuð einu sinni að ári. Loftpressa ætluð til köfunar skal prófuð tvisvar sinnum á ári.Nánari upplisýngar veitir valdi@hafsport.is Ef viðkomandi er með fleiri en eina pressu á sínum snærum þá mælum við með að hafa samband og fá tilboð í verkið. Hafsport hefur starfsleyfi til loftgæðamælinga útgefið af HMS Við notumst við Factair loftgæðamælitæki sem mælir loftgæði með rafeindasensorum og mælir samkvæmt EN12021-2014 staðli
Skoða alla lýsinguHelstu merki sem við gerum við og vinnum með
-
Coltri loftpressur
Hafsport selur og þjónustar Coltri loftpressur. Coltri býður uppá LP fyrir aðflutt loft sem og HP til að hlaða háþrýstikúta að 360bar. Coltri eru Ítalskar gæða pressur sem hafa þróast mikið og eru einnig að bjóða uppá CNG og H2.
Tækni og nýsköpun hefur gert okkur kleift að einblína ekki bara á köfun og þannig auka framboð okkar með vörum sem eru tileinkaðar tæknilegum lofttegundum og öðrum notkunarsviðum.
Coltri Compressors á Ítalíu taka ekki aðeins þátt í framleiðslu á þjöppum, heldur styðjum við líka við okkar þjónustu aðila með þekkingu og varahluta þjónustu. Framtíðarsýn okkar miðar að miklum gæðum og þekkingu. Coltri eru framleidar á Ítalíu.
Hafsport þjónusta útvegar alla varahluti og býður uppá framúrskarandi þjónustu sem og þekkingu á Coltri loftpressum. -
Ursuit þurrgallar
Ursuit Oy er Finnskt fyrirtæki stofnað árið 1964.
Ursuit® þurrbúningar eru framleiddir fyrir allskyns vatnastarfsemi, bæði undir og ofan yfirborðs. Helstu vöruflokkar eru köfun, björgun og afþreyingarþurrbúningar. Ursuit þurrbúningalínan samanstendur af yfir 15 stöðluðum þurrbúningum á yfirborði og yfir 10 stöðluðum köfunarþurrbúningum, í mörgum litum, fyrir bæði karla og konur. Auk þurrbúninganna er einnig framleiddur skeljafstbaður og þurrpokar. Ursuit hefur verið valið fyrir fagfólk eins og slökkviliðsmenn, björgunarsveitir, hersveitir o.fl. sem og ástríðufulla sjómenn og aðra fjölbreytta vatnsíþróttaáhugamenn sem treysta þurrbúningunum fyrir erfiðustu aðstæður. -
Si-Tech vettlingakerfi
-
Fourth Element
-
Sjálfvirk björgunarvesti
Árleg þjónustuskoðun á sjálfvirkum björgunarvestum, endurhleðslukútar í vesti.
-
Öndunarbúnaður fyrir köfun
Þjónustuskoðun á lungum frá AQL, Apeks, Hollis, Oceanic, Zeagle og OTS heilgrímum.
-
SLS
Specialised Latex Services. Við notumst við latex viðgerðarefni frá SLS.
-
Rennilásar
Stálrennilásar og plastrennilásar í öllum lengdum. YKK er þekkt fyrir gæði.