Bók - SUND
Bók - SUND
Sundlaugarnar eru helsti samkomustaður heillar þjóðar sem sækir þangað næði eða samveru, hreinsun og heilsubót sálar og líkama. Sundið er lífsnauðsyn fyrir eyjarskeggja, undursamlegur leikvöllur hinna ungu og nærandi þeim sem eldri eru. Í sundi birtist samfélagið sjálfu sér … á sundfötunum.
Sund segir ylvolga sögu af íslensku nútímasamfélagi í mótun, með léttri klórangan og hveralykt, gufuslæðu og skvampi. Sundið er skoðað frá ýmsum hliðum og öllum hornum landsins. Sundlaugagestir sjálfir fá orðið og lýsa upplifun sinni í bland við ótal ljósmyndir, gamlar og nýjar, sem sýna landsmenn léttklædda að læra, leika og njóta í sundi.
Höfundar eru þjóðfræðingar og auk þeirra leggja hönnuðir hönd á plóg. Útkoman er einstaklega falleg, fróðleg og aðgengileg bók um uppáhaldsiðju flestra Íslendinga.